fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Ágúst grunar að hann hafi fundið mannabein – Rif og hryggjarliðir sem geta ekki verið úr kind

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 16:11

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gætu verið mannabein, þarna eru rif og hryggjarliðir sem geta ekki verið úr kind, segi ég, því ég hef séð margar kindagrindurnar. Rifin eru nokkuð stór,“ segir Ágúst Ísfeld sem tók meðfylgjandi myndir í Grindavíkurhrauni, nálægt Fagradal, í gær, en hann rak augun í beinin er hann var að rúnta á fjórhjólinu sínu.

Mynd: Ágúst Ísfeld

Ágúst tilkynnti fundinn til lögreglu og vakti málið mikinn áhuga lögreglunnar. „Ég tilkynnti þetta í gærkvöld og hef ekki heyrt meir. Þeir sögðu mér í gærkvöld að þeir ætluðu með björgunasveitarmönnum þarna upp eftir að kíkja á þetta.“

Mynd: Ágúst Ísfeld

Ágúst segir að varðstjóri hjá lögreglunni hafi sagt honum í gærkvöld að hann teldi líklegt að þetta væru mannabein. Plastpoki lá yfir beinunum en Ágúst tók pokann af beinunum til að kíkja betur á þau. Segir hann að beinin virðist hafa dreifst nokkuð.

Mynd: Ágúst Ísfeld
Mynd: Ágúst Ísfeld

Ekki hefur náðst samband við lögreglu vegna málsins. Með rannsóknina fer Guðmundur Sigurðsson, hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi