fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 08:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 45.000 erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í júlí. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði rúmlega 20 milljarðar í sumar. Óvissa ríkir þó um fjölda ferðamanna í ágúst.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt tölum frá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) séu gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum frá 15. júní til dagsins í dag 12 til 14 milljarðar. Hagfræðilegar greiningar SAF áætla að frá 15. júní til loka ágúst verði gjaldeyristekjunar 20 til 23 milljarðar króna.

Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra SAF, að um 9 milljarðar hafi komið inn sem neyslu- og fargjaldatekjur í júlí. Ferðamálastofa reiknar með að rúmlega 60.000 erlendir ferðamenn komi til landsins í ágúst en Jóhannes segir að líklega verði þeir færri.

„Þeir verða líklega færri en við áttum okkur ekki almennilega á hversu mikið færri en ef það verður svipað og í júlí þá eru það aðrir níu til tíu milljarðar.“

Er haft eftir honum. Hann sagði einnig að ljóst að ef allir sem kæmu til landsins hefðu þurft að fara í 14 daga sóttkví hefði verið hægt að loka ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn.

„Þá værum við að horfa upp á 30 til 40 milljarða að minnsta kosti af gjaldeyristekjum, sem koma þá ekki inn í landið eða fyrirtækin í landinu á þessu ári.“

Sagði Jóhannes sem sagði einnig að ljóst sé að staða fjölmargra fyrirtækja væri miklu verri núna og eftir sumarið ef engir ferðamenn hefðu komið til landsins. Þetta geri fyrirtækjum sem berjast í bökkum meiri möguleika á að halda starfsfólki yfir veturinn.

„Menn horfa alltaf á hótel og veitingar og það eru greinar sem geta nýtt sér innlenda markaðinn ágætlega en hópferðabílar, bílaleigubílar ferðaþjónustuskrifstofur eru dæmi um fyrirtæki sem eiga enga eða minni möguleika að nýta sér innanlandsmarkaðinn að sama marki.“

Sagði Jóhannes sem sagðist telja mikilvægt að setja umræðuna um hagsmuni ferðaþjónustunnar upp á móti hagsmunum samfélagsins.

„Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem vinnur í þessari grein og það eru 25 þúsund manns sem hafa beina atvinnu af henni og sennilega um 10 til 15 þúsund í viðbót sem hafa óbeina atvinnu af henni. Síðan hefur hún áhrif á verslun og þjónustu og alls konar um allt land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum