fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 13:00

Mynd: Læknablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að COVID-19 hafi ekki lagst þungt á marga sem smitast hafa af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum, þá hafa afleiðingarnar fyrir suma sjúklinga verið skelfilegar og langvarandi. Sjúkdómurinn virðist óútreiknanlegur.

Fólk sem greindist með COVID-19 hefur þurft á almennri endurhæfingu á Reykjalundi að halda þrátt fyrir að hafa ekki lagst inn á spítala í baráttu sinni við veiruna. Þetta segir Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, í viðtali við Læknablaðið.

„Fólkið sem fékk vægari lungnaeinkenni en glímdi við önnur einkenni, eins og vöðvamáttleysi, gríðarlega þreytu eða úthaldsleysi er nú að koma til okkar eitt af öðru í endurhæfingu,“ segir Magdalena.

Madgalena segir dæmi um fólk sem sé ennþá mjög slappt til heilsunnar mörgum vikum og jafnvel mánuðum eftir veikindin.

Hópurinn sem hefur notið endurhæfingar á Reykjalundi í kjölfar COVID-19 er breiður í aldri, eða frá fertugu og upp í áttrætt. Magdalena segir meðhöndlunina líkjast þeirri sem fólk njóti eftir alvarlega lungnabólgu og fjölkerfasýkingar.

Magdalena segir að ekki sé mælt með endurhæfingu fyrr en 8 vikum eftir að fólk smitist. „Þetta er kerfislægur sjúkdómur sem leggst á fleiri líffæri en lungun; heilann, æðakerfið og hjartavöðvann,“ segir hún. Hann geti myndað blóðtappa og allskonar bólgur.

Sjá nánar á vef Læknablaðsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hulk Hogan látinn

Hulk Hogan látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“
Fréttir
Í gær

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks
Fréttir
Í gær

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst
Fréttir
Í gær

Bjó til sprengjur og kom þeim fyrir á lestarteinum – „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“

Bjó til sprengjur og kom þeim fyrir á lestarteinum – „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Héðinn stígur til hliðar í kjölfar umdeilds samneytis við táningsstúlku

Karl Héðinn stígur til hliðar í kjölfar umdeilds samneytis við táningsstúlku