fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa tekið lögfræðing sinn hálstaki og barið konu með hátalara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 12:21

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem meðal annars er grunaður um líkamsárás á lögfræðing sinn og alvarlega árás á konu.

Maðurinn er grunaður um að hafa þann 9. júní ruðst inn á lögmannsstofu, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Fjöldi vitna var að atvikinu. Hótanir mannsins beindust gegn lögmanninum og starfi hans og er í rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara. Þurfti að hringja í neyðarlínu út af framferði mannsins.

Þá er maðurinn grunaður um að hafa slegið konu í andlitið með hátalara þann 11. júní með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á vinstra augnloki, sár á efri, stórt sár á innra byrði efri varar, eymsli í tönnum og tognun í hálsi og herðum. Málið er í rannsókn en maðurinn hefur játað sök.

Þá er maðurinn grunaður um alvarlegar hótanir gegn barnsmóður sinni í nóvember og desember 2019. Liggja fyrir upptökur af grófum hótunum.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 18. ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum