fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 20:45

mynd/facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, boða til samstöðufundar mótorhjólamanna á morgun kl 13:00 í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni. Áður höfðu félagasamtökin boðað til mótmælafundar sama efnis, en nú er yfirskriftin samstöðufundur.

Með þessu vilja mótorhjólasamtökin „sýna hinum látnu virðingu og mótmæla þeim slysagildrum sem víða leynast með þöglum mótmælum.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, hefur, að sögn tilkynningar Sniglanna, búið svo um hnútana að hliðið að portinu verður opið og aðgengilegt þeim sem vilja mæta og sýna Sniglunum og þeirra málstað samstöðu.

Bergþóra sagði í kvöldfréttum RÚV að Vegagerðin myndi axla ábyrgð á því sem misfórst þegar mikil hálka myndaðist á nýlögðu malbiki á Kjalarnesinu. Eru vegaaðstæður þessar taldar eiga þátt í dauða tveggja mótorhjólamanna í slysi í gær.

Segir í tilkynningunni:

Mótorhjólmenn trúa því að með samvinnu og upplýsingamiðlum megi ná árangri svo hörmuleg mótorhjólslys, eins og það sem átti sér stað í gær, heyri sögunni til.  Í því sambandi þurfa bæði veghaldarar og mótorhjólamenn að taka höndum saman svo árangur náist. Mótorhjólamenn sjálfir þekkja best hvernig taka má á þessum málum og vilja koma sínum hugmyndum á framfæri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“