fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Íslandsbanki frumsýnir auglýsingu um Reykjavíkurmaraþonið

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:42

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er löngu orðið fastur liður í sumardagskrá Reykjavíkurborgar. Nú hafa skipuleggjendur birt auglýsingu Íslandsbanka tengda maraþoninu en hennar hefur alla jafna verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Segir í tilkynningu frá skipuleggjendum maraþonsins:

Ný Reykjavíkurmaraþonauglýsing Íslandsbanka lítur nú dagsins ljós en maraþonið er stærsta góðgerðarsöfnun landsins. Í fyrra söfnuðust 167 milljónir sem runnu óskiptar til góðgerðarfélaga en frá því Hlaupastyrkur fór í loftið árið 2006 hafa alls safnast yfir 990 milljónir. Auglýsingin í ár er skrifuð og framleidd af Íslandsbanka og framleiðslufyrirtækinu Purki en leikstjórn var í höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Áherslan í ár er á söfnunina en það geta allir tekið þátt með því að safna fyrir góðgerðarfélag eða heita á hlaupara. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 22. ágúst næstkomandi en verður með breyttu sniði að teknu tilliti til fyrirhugaðra afléttinga á samkomubanni. Breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins voru unnar í samstarfi við Almannavarnir.

Maraþonið fer fram 22. ágúst. Hægt er að heita á maraþonhlauparana á hlaupastyrkur.is og styrkja þar með gott málefni. Sjá má auglýsinguna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina