fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Íslandsbanki frumsýnir auglýsingu um Reykjavíkurmaraþonið

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:42

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er löngu orðið fastur liður í sumardagskrá Reykjavíkurborgar. Nú hafa skipuleggjendur birt auglýsingu Íslandsbanka tengda maraþoninu en hennar hefur alla jafna verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Segir í tilkynningu frá skipuleggjendum maraþonsins:

Ný Reykjavíkurmaraþonauglýsing Íslandsbanka lítur nú dagsins ljós en maraþonið er stærsta góðgerðarsöfnun landsins. Í fyrra söfnuðust 167 milljónir sem runnu óskiptar til góðgerðarfélaga en frá því Hlaupastyrkur fór í loftið árið 2006 hafa alls safnast yfir 990 milljónir. Auglýsingin í ár er skrifuð og framleidd af Íslandsbanka og framleiðslufyrirtækinu Purki en leikstjórn var í höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Áherslan í ár er á söfnunina en það geta allir tekið þátt með því að safna fyrir góðgerðarfélag eða heita á hlaupara. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 22. ágúst næstkomandi en verður með breyttu sniði að teknu tilliti til fyrirhugaðra afléttinga á samkomubanni. Breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins voru unnar í samstarfi við Almannavarnir.

Maraþonið fer fram 22. ágúst. Hægt er að heita á maraþonhlauparana á hlaupastyrkur.is og styrkja þar með gott málefni. Sjá má auglýsinguna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi