fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Fimmta dauðsfallið vegna COVID-19: „Ég syrgi í dag vin minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmta dauðsfallið hérlendis vegna COVID-19 sjúkdómsins átti sér stað í dag: Sigurður Sverrisson andaðist á Landspítalanum í Fossvogi. Sigurður, sem var fæddur árið 1953, hafði barist við sjúkdóminn undanfarnar vikur. Hann var um tíma tekinn úr öndunarvél en versnaði síðan aftur.

Vefur Fréttablaðsins greindi fyrst fjölmiðla frá þessu en bróðir Sigurðar tilkynnti um lát hans á Facebook og vinir hans nokkrir hafa kvatt hann á samfélagsmiðlinum.

Meðal vina Sigurðar er Snorri G. Bergsson þýðandi og skákmaður og hann kveður vin sinn með þessum orðum:

Ég syrgi í dag vin minn, húmoristann, briddsarann og skákmanninn Sigurð Sverrisson sem lést í dag og hafði þá verið ekkill um skamma hríð en frú María lést fyrir tæpum mánuði. Ég heyrði í honum fyrir um tveimur vikum og þá var hann hress þó að hann væri í sóttkví vegna kórónuveirunnar, hló að aulabröndurum eins og venjulega. Síðan versnaði hann af veirunni og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést af völdum hennar. Hvíl í friði gamli vinur og frú þín góð. RIP. YNWA

Varð ekkill í síðasta mánuði

Bróðir Sigurðar tilkynnti um andlát hans á Facebook með þessum orðum:

„Það er með mik­illi sorg í hjarta sem við í dag kveðjum ástkær­an bróður. Það ger­ist núna svo skömmu eft­ir að við kvödd­um okk­ar elsku mág­konu. Betri vini og fé­laga hef ég ekki getað hugsað mér. Megið þið hvíla í friði elsku Siggi bróðir og Mary Pat. Ykk­ar verður sárt saknað.“

Sú Mary Pat sem bróðir Sigurðar vísar til er eiginkona Sigurðar sem lést í síðasta mánuði.

DV vottar aðstandendum og vinum Sigurðar innilega samúð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós