fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Pensacola – Fjölskylda Stefáns í áfalli

Ágúst Borgþór Sverrisson, Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Phillip Gíslaon sem situr í varðhaldi í Flórída, grunaður um að hafa orðið Dillon Shanks að bana, aðfaranótt mánudagsins síðastliðins, fæddist á Íslandi árið 1991 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins hálfs mánaðar gamall. Hefur hann búið alla ævi í Pensacola í Flórída. Hinn látni, Dillon Shanks, var 32 ára gamall.

Móðir Stefáns er fimmtug og faðir hans 55 ára og hefur fjölskyldan búið í Pensacola allar götur síðan árið 1991. Faðir Stefáns er hagfræðingur og háskólakennari.

Meirihluti stórfjölskyldunnar býr hins vegar á Íslandi. Ættingjar Stefáns hafa viljað láta hafa sáralítið eftir sér um málið en segja að það sé hræðilegt fyrir alla í fjölskyldunni og hafi komið öllum í opna skjöldu.

Fréttir sem hafðar eru eftir bandarískum fjölmiðlum þess efnis að Stefán hafi logið því að lögreglu að Dillon Shanks hafi framið sjálfsmorð koma fjölskyldunni á óvart. Samkvæmt þeirra upplýsingum hringdi Stefán í lögreglu skömmu eftir atvikið, á aðfaranótt mánudags, og tilkynnti um atvikið. Síðan hringdi hann í föður sinn.

Stefán hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á aðfaranótt mánudags. Fullvíst er talið að kunningskapur hafi verið milli hans og hins látna en ekki er vitað hve náin kynni þeirra voru.

Stefán hefur verið ákærður og fyrirtaka í máli hans verður þann 14. maí.

Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október í fyrra var Stefán handtekinn vegna skilorðsrofs.

Sjá einnig: Stefán Gíslason grunaður um morð  í Bandaríkjunum

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg