fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 14:17

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubann sem sett var til 13. apríl verður framlengt út apríl hið minnsta. Seinni hluta mánaðarins verður ákvörðunin endurskoðuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um COVID-19.

85  ný smit voru greind síðasta sólarhringinn en óvenjumörg sýni voru tekin, eða um 1500.  Svörun í sýnatöku veirufræðideildarinnar var 9% en tæplega 1% hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Smitin eru þá orðin 1220. Tíu manns eru í öndunvarvél núna.

Nánari tölfræði um smit er á vefnum covid.is.

Þórólfur segir vonir standa til að toppi í faraldrinum verði náð fyrri hluta apríl. Tekist hafi vel til með að sveigja faraldurinn frá veldisvexti. Yfir 50% greindra höfðu áður verið í sóttkví og er samfélagslegt smit lítið en þó nógu mikið til að valda álagi á sjúkrahúsin, sérstaklega á gjörgæslur. Þess vegna hefur verið ákveðið að framlengja samkomubannið. Möguleiki er á því að það verðu lengur en út apríl en það verður skoðað er líða fer á mánuðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Í gær

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“