fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

20 milljónir fengust upp í gjaldþrot SS húsa

Auður Ösp
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 12:48

Sigurður Ragnar Kristinsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi verktakafyrirtækisins SS húsa lauk síðastliðinn föstudag, þann 27.mars. Eigandi félagsins er Sigurður Kristinsson sem komst í fréttirnar í byrjun árs 2018 bæði vegna Skáksambandsmálsins svokallaða og einnig í tengslum við alvarlegt slys fyrrum eiginkonu sinnar, Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur.

Skáksambandsmálið  kom fyrst upp á yfirborðið í byrjun árs 2018 þegar sérsveit lögreglunnar braust inn í Skáksamband Íslands. Lögreglan hafði haldlagt pakka með fíkniefnunum sem stílaður var á Sambandið. Lögreglan skipti fíkniefnunum út fyrir gerviefni og réðst síðan til atlögu á skrifstofu sambandsins þegar pakkinn barst þangað.

Fyrrum eiginkona Sigurðar, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir slasaðist á þáverandi heimili þeirra í Malaga-borg á Spáni um svipað leyti. Hvað átti sér stað ytra liggur ekki fyrir en afleiðingarnar voru skelfilegar. Sunna Elvira þríhryggbrotnaði við fallið og fékk að lokum þann úrskurð að hún væri lömuð til lífstíðar.

Nokkrum vikum áður hafði SS hús ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. DV greindi frá því á sínum tíma að grunur léki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu. Fram kom að Sigurður átti félagið ásamt föður sínum og bróður en hann hafði stýrt félaginu allt þar til hann stakk af til Malaga á Spáni árið 2017. Sigurður var úrskurðaður persónulega gjaldþrota um miðjan janúar 2018.

Í desember sama ár var Sigurður dæmdur í tuttugu mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir stór­fellt skatta­laga­brot í rekstri SS húsa. Þá hlaut fyrrum tengdamóðir Sigurðar einnig dóm vegna málsins, 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Rúmlega tveimur mánuðum síðar, í febrúar 2019 var Sigurður síðan dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna Skáksambandsmálsins. Auk Sigurðar voru Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson dæmdir í fangelsi vegna málsins. Hákon hlaut tólf mánaða dóm meðan Jóhann Axel var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna.

Greint er frá skiptalokum SS húsa í Lögbirtingablaðinu í dag. Fram kemur að lýstar kröfur í þrotabú fyrirtækisins hafi numið 883 milljónum. Fengust greiddar kr. 20.546.435 upp í lýstar forgangskröfur að fjárhæð kr. 173.161.060.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af