fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Geirfinnsmálið: Ríkið sýknað af kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar og hann þarf að borga eina og hálfa milljón í málskostnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Skarphéðinsson, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, sem voru dæmdir árið 1980 fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana og síðan sýknaðir við endurupptöku árið 2017, tapaði í dag skaðabótamáli gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Guðjón fór fram á um 1,5 milljarð króna í skaðabætur fyrir ólögmæta fangelsisvist í tæplega fimm ár, sem var blanda af gæsluvarðhaldi og afplánun. Þar af var Guðjón í 412 daga í einangrun í Síðumúlafangelsinu.

Guðjón hefur þegar fengið 145 milljónir greiddar í skaðabætur vegna málsins.

Játningar í Geirfinnsmálinu eru taldar hafa verið fengnar fram með vafasömum hætti, þ.e. með afar langri einangrun, blekkingum og harðræði. Guðjón hefur þó ávallt sagt að hann hafi ekki verið beittur harðræði.

Í dómi Héraðsdóms er fallist á þær röksemdir ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á fangelsisvist sinni vegna villandi upplýsinga sem hann hafi gefið í yfirheyrslum. Þá vill dómurinn meina að sýknudómurinn frá 2017 fjalli ekkert um málsatvik og hafi því ekkert sönnunargildi.

Ríkið er því sýknað af kröfu Guðjóns og hann þarf að greiða málskostnað upp á 1,5 milljónir króna.

Samkvæmt Fréttablaðinu verður dómnum áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“