fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Það fauk í Víði á fundinum í dag – „Við erum ekkert að grínast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. mars 2020 14:51

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fauk í Víði Reynisson yfirlögregluþjón á blaðamannafundi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í dag.

Lokaspurningin á fundinum varðaði hertar aðgerðir á samkomubanni sem tók gildi í dag. Var Víðir spurður hvernig það hefur gengið og hvernig viðurlögum verði háttað.

Víðir sagði að þetta hefði gengið ágætlega en síðan bætti hann við að það séu talsvert af tilkynningum um það að fólk sé ekki að fylgja þessu eftir. Hann brýnir fyrir fólki að það sé mjög miikilvægt að farið sé eftir þessu.

„Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir og var bersýnilega pirraður á því að fólk sé að svíkjast undan banninu. „Það sést í fjölda undanþágubeiðna sem við erum að fá að fólk er ekki að átta sig á þessu. Fólk verður að taka þessu alvarlega, fara eftir leiðbeiningum, þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að virka eins og venjulega.“

Víðir sagði að beðið væri eftir upplýsingum frá Ríkissaksóknara varðandi viðurlög við brotum á samgöngubanni. Þá bætti Víðir við að fólk sé að nota mikið um blautþurrkur til að þrífa heima hjá sér. Í sjálfu sér er ekkert að því en hann skammaði fólk fyrir að henda þessum blautþurrkum í klósettið sem gerir hreinsistöðvar óstarfhæfar. „Hendiði blautklútunum í ruslið, ekki klósettið!“

„Svo virðist sem magn slíkra klúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk,“ sagði í tilkynningu frá Veitum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi