fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Bláa lónið lokar út apríl vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. mars 2020 11:40

Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa lónið varður lokað til 30. apríl. Nokkra athygli vekur að lokunin nær lengra en endadagsetningin á hinu herta samkomubanni sem er til 12. apríl. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ekki er útilokað að lokunin verði framlengd. Fréttatilkynningin er eftirfarandi:

„Varnir

Í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og fyrirmæla íslenskra yfirvalda um hert samkomubann hefur Bláa Lónið lokað starfstöðvum sínum tímabundið frá og með deginum í dag til og með 30. apríl nk.  Lokunin tekur til starfsemi fyrirtækisins í Svartsengi og verslana á Laugaveginum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins:

„Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu Covid-19. Við vonumst til að hægt verði að opna fyrr en útilokum þó ekki framlengingu lokunar. Það mun koma í ljós eftir því sem þróuninni vindur fram hérlendis og ekki síður erlendis næstu vikur en um 98% af gestum Bláa Lónsins eru erlendir ferðamenn.

Hvað varðar áhrif lokunarinnar á störf þá verður reynt að verja þau eins og hægt er. Verið er að meta stöðuna þessa stundina en horft verður til úrræðis ríkisstjórnarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta vegna minnkandi starfshlutfalls.“

 

Vernd

Bláa Lónið hefur virt í hvíhvetna tilmæli yfirvalda og viðhaldið nánu samstarfi við sóttvarnarlækni frá upphafi.

Neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt. Öflugt öryggistreymi hefur staðið vaktina dag og nótt til að tryggja að fyrirmælum yfirvalda sé fylgt og þannig öryggi starfsfólks okkar og gesta.

„Með því að loka nú erum við ekki síður að horfa til þess að vernda starfsfólk og draga úr smithættu þess en hjá fyrirtækinu starfa tæplega 800 manns“, segir Grímur.

 

Viðspyrna

Þó að starfstöðvum verði lokað þá mun starfsemin ekki öll stöðvast. Við munum einbeita okkur að innri verkefnum, viðhaldsmálum, viðskiptaþróunarmálum, stafrænni þróun og markaðsmálum. Markmið okkar verður að bæta enn upplifun gesta okkar og þjónustu þannig að þegar opnað verður á ný séum við tilbúin í öfluga viðspyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Í gær

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum