fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingur frelsissviptur í Amsterdam: Píndur í apótek vopnaður byssu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 12:59

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á þrítugsaldri mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam um helgina. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Amsterdam. Samkvæmt heimildum DV þá var maðurinn frelsissviptur.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að máli væri unnið með hollenskum yfirvöldum í samtali við Vísi í dag.

Eins og áður segir þá herma heimildir DV að maðurinn hafi verið frelsissviptur. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn píndur til að fara í apótekið vopnaður byssu. Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi lagt byssuna á borðið og óskað eftir hjálp. Sagt er að maðurinn hafi verið þvingaður til þess að ræna apótekið vegna fíkniefnaskuldar. Þá er hann sagður hafa óskað eftir því að lögregla yrði kölluð á svæðið.

DV hafði samband við fjölskyldu mannsins í gær sem varðist allra fregna af honum.

Karl Steinar sagði í samtali við Vísi að lögreglan í Hollanddi væri að rannsaka atburðarrásina. Íslendingurinn er enn í haldi lögreglu en ekki er vitað hvort fleiri hafi verið handteknir í tengslum við málið.

Þá segir Karl að málavextir séu óljósir og til rannsóknar hjá hollensku lögreglunni þar sem maðurinn lagði vopnið á borðið. Auk þess segir hann að Íslenska lögreglan muni liðsinna hollensku lögreglunni í rannsókn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“