fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Ævintýraferð roskins Þjóðverja og miðaldra Rúmena á smábíl endaði með sjö ára fangelsisdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir félagar Heinz Bernard Sommer frá Þýskalandi og Victor-Sorin Epifanov frá Rúmeníu sitja núna á Litla-Hrauni eftir viðburðaríka ferð til Íslands þar sem ekið var á klassískum smábíl, Austin Mini Cooper, frá Danmörku til Þýskalands, og þaðan lá leiðin til Íslands. Voru þeir sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Heinz er fæddur árið 1955 og er því á 65. aldursári. Victor er tæplega 52 ára. Báðir voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim var gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi til Íslands á hátt í 40 kílóum af amfetamíni og 5 kílóum af kókaíni. Efnin eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þeir voru sagðir í ákærunni hafa falið fíkniefnin í sérútbúnu hólfi undir farangursgeymslu bílsins sem fluttur var með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst 2019. Þar fundust fíkniefnin við leit.

Dómur var kveðinn upp yfir mönnunum í dag og fengu þeir báðir 7 ára fangelsisdóm og voru dæmdir til að gerið háar fjárhæðir í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“