fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ekki bara ferðaþjónustan sem fer illa út úr heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 07:50

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að stundum sé umræðan á þann veg að kórónukreppan nái aðeins til ferðaþjónustunnar og örfárra afmarkaðra atvinnugreina en eins og staðan sé núna virðist sem kórónukreppan og fjármálakreppan hafi haft álíka slæm og víðtæk áhrif á umsvif annarra atvinnugreina en ferðaþjónustu og fjármálageirans.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fram kemur að áhrif kórónukreppunnar sjáist í tölum um fjölda starfa en störfum hefur aðeins fjölgað í einni atvinnugrein, annarri en hjá hinu opinbera, en það er í veitustarfsemi. Slík starfsemi gæti flokkast með hinu opinbera því flest veitufyrirtækin eru í opinberri eigu.

Haft er eftir Konráði að þrátt fyrir að orsakir og birtingarmyndir kórónukreppunnar og fjármálakreppunnar séu ólíkar þá séu áhrifin á hagkerfið að vissu leyti lík. Annars vegar sé sá fjöldi atvinnugreina sem upplifa samdrátt ekki svo frábrugðinn, hann er 40 nú en var 48 í fjármálakreppunni, og hins vegar er algengt að samdrátturinn hafi verið meiri en 20 prósent í báðum tilfellum.

Þá bendir Konráð á að óverulegur munur sé enn á heildarsamdrætti þá og nú í öðrum greinum en ferða- og fjármálaþjónustu. Hann er um átta prósent í báðum tilfellum. „Engu að síður eru að sumu leyti ólíkar atvinnugreinar sem upplifa nú samdrátt, en bæði þá og nú bitnar kreppan illa á meirihluta greina.“ Víðtæk áhrif kreppunnar þýða að sértæk hagstjórnarviðbrögð duga skammt ein og sér. „Ef tryggja á að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar bóluefni nær útbreiðslu þurfa aðgerðir og úrræði að virka þvert á atvinnugreinar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“