fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Sjóböðin hans Skúla Mogensen að verða að veruleika – Framkvæmdir hefjast í vor

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, hefur stofnað félagið Hvammsvík sjóböð ehf. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Skúli er eini skráði stofnandinn og stjórnarmaðurinn en Anna Skúladóttir, móðir Skúla, er í varastjórn félagsins. Anna var varaformaður stjórnar Títans fjárfestingarfélags Skúla. Ljóst er að Skúli er hvergi af baki dottinn þegar kemur að metnaðarfullri uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi.

Í fyrirtækjaskrá er tilgangur félagsins sagður: „Tilgangur félagsins er uppbygging og rekstur sjóbaða, rekstur ferðaþjónustu og tengd starfsemi; kaup, sala, rekstur, eignarhald og leiga fasteigna og hvers kyns lausafjár; eignarhald, kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnur verðbréf og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti og skyldur rekstur.“

Í frétt DV um málið frá því í nóvember í fyrra var ætlun Skúla sögð að hlaða baðlaugar, byggja þjónustuhús og leggja bílastæði á svæðinu. Í skipulagsauglýsingu vegna nýs deiliskipulags á svæðinu sagði:

Leitast verður eftir að nota íslensk efni og íslenska list eftir fremsta megni. Laugarnar verða allar hlaðnar úr grjóti sem finnst víðs vegar í fjörunni eða á jörðinni. Húsið verður lagt torfi og það falið að mestu leyti frá götu og þjóðvegi. Gert er ráð fyrir fimm til sex heitum og köldum laugum sem liðast út í víkina og fyllast og tæmast með flóði og fjöru. Einnig er gert ráð fyrir tveim gufuböðum og hvíldaraðstöðu sem jafnframt er hugsað sem skjól. Laugarnar yrðu misdjúpar en þrjár þeirra yrðu alltaf að mestu nothæfar, einnig á flóði.

Í samtali við blaðamann DV var Skúli bjartsýnn á framhaldið. „Verið er að leggja loka hönd á leyfismál og allt slíkt gengið vel. Við stefnum á því að hefja framkvæmdir með vorinu.“ Aðspurður hvort hann sé einn að þessu, enda eini skráði stofnandi fyrirtækisins, segist Skúli standa að þessu með fjölskyldunni sinni. „Ég er svo heppinn að eiga marga góða að, og ánægjulegt að geta unnið svona verkefni með foreldrum mínum og fjölskyldu,“ segir Skúli.

Skúli og Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun maí. Gríma hefur getið sér gott orð í innanhússhönnun og má fastlega reikna með að hún leggi hönd á plóg við hönnun sjóbaðanna og aðstöðunni sem þeim fylgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt