fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir – Neitaði að nota grímu í matvöruverslun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 05:17

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 21 í gærkvöldi réðust tveir menn að einum í vesturhluta borgarinnar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom þangað. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Á öðrum tímanum í nótt réðust tveir menn á þann þriðja. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom en árásarþolinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi til vandræða í matvöruverslun í austurhluta borgarinnar. Hann neitaði að nota andlitsgrímu og fara eftir fyrirmælum starfsfólks. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna og/eða áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga