fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði – Sjáðu myndband

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga síðdegis í gær en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni.

Áhöfn togarans er sögðu hafa brugðist hárrétt við með því að gera  Landhelgisgæslunni viðvart. Sendir voru sprengjusérfræðingar um borð í skipið í Sandgerðishöfn í gær. Tundurskeytið var híft frá togaranum og dregið hálfan annan kílómetra frá höfninni þar sem því var sökkt á 10 metra dýpi. Í dag vann séraðgerðasveitin og áhöfnin á Tý að undirbúningi eyðingarinnar sem var kraftmikil. Tilkomumikill strókur stóð 30 metra upp í loft eftir að skeytið var sprengt.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er þetta eitt öflugasta tundurskeyti sem komið hefur í veiðarfæri íslensks fiskiskips hin síðari ár. Aðgerðin gekk afar vel en ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem getur skapast af tundurskeyti sem þessu sem komið er til ára sinna.

Myndband af sprengingunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“