fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Slagsmálahundar handteknir í Hlíðahverfi – Átök í Mosfellsbæ

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 06:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru fjórir menn handteknir í Hlíðahverfi eftir að tilkynnt hafði verið um slagsmál. Þeir voru allir ölvaðir og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um líkamsárás. Einn þeirra var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild áður en hann var settur í fangaklefa. Hann hafði verið sleginn í andlitið með flösku eða glasi og þurfti að sauma nokkur spor í andlit hans.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi réðust þrír menn og ein kona á par og veittu þeim áverka. Árásaraðilar voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom. Þeir eru grunaðir um hótanir, eignaspjöll og rán auk líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi sást til manna fara inn í skúr við Ingólfstorg og stela skautum. Málið er í rannsókn.

Skömmu fyrir miðnætti var ökumaður handtekinn í Mosfellsbæ en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Bifreiðin, sem hann ók, var með röng skráningarnúmer og ótryggð. Hald var lagt á skráningarnúmerin og maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra voru einnig staðnir að ítrekuðum akstri sviptir ökuréttindum og sá þriðji að ítrekuðum akstri án gildra ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar