fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Deilt um síma sem gæti innihaldið viðkvæma nektarmynd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 17:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í máli sem snertir dreifingu nektarmyndar af konu í sturtu.

Ákæruvaldið taldi rökstuddan grun leika á því að kona og maður hefðu undir höndum á símtækjum sínum nektarmynd af konu í sturtu en myndinni hafði verið dreift í lokuðum Facebook-hópi. Málið er reifað svona í úrskurði Landsréttar:

„Aðspurður um hvar hann hefði fengið umrædda nektarmynd sagði Y að myndin hefði komið til hans í gegnum Facebook-hópinn. Hann sagðist ekki muna hver hefði sett myndina inn á Facebook-hópinn en tók fram að það „stæði í grúppunni.“ Í skýrslu varnaraðila hjá lögreglu mun varnaraðili hafa viðurkennt að vera hluti af framangreindum Facebook-hóp, en sagt að hún myndi ekki eftir umræddri nektarmynd. Hafi hún boðist til þess að opna spjallið til þess að sýna lögreglu, en henni var jafnframt kynnt að lögreglan væri búin að skoða spjallið. Hún kvaðst ekki heimila lögreglu leit og skoðun á síma sínum án dómsúrskurðar.“

Maðurinn viðurkenndi að hafa haft undir höndum nektarmynd af konunni og sýnt hana félögum sínum ásamt myndum af fleiri nöktum konum. Framburður hans gaf til kynna að áðurnefnd kona gæti hafa birt myndina upphaflega. Lögregla fékk heimild til að rannsaka snjallsíma mannsins og skoðaði meðal annars öll Facebook-samskipti hans. Krafist var heimildar til að rannsaka síma konunnar. Hún varð ekki við þeirri beiðni og héraðsdómur hafnaði kröfunni.

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í málinu og fær lögreglan því ekki að rannsaka síma konunnar. Telja dómstólarnir lögregluna ekki hafa fært nægileg rök fyrir því að nauðsynlegt sé að skoða símann og er meðal annars vísað til þess að rannsókn á síma mannsins og Facebook-samskiptum hans ætti að duga til að afla þeirra upplýsinga sem þörf er á við rannsóknina.

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“