fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Ofbeldismaður laus úr gæsluvarðhaldi – Grunaður um að hafa kveikt í bíl og hafa skammbyssu í vörslu sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 15:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 27. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Fyrrverandi sambýliskona mannsins hefur kært hann fyrir gróft ofbeldi og hótanir í sinn garð. Í gæsluvarðhaldssúrskurði er farið yfir atvik þar sem grunur leikur á því að maðurinn hafi kveikt viljandi í bíl sem er í eigu annarrar manneskju. Er sambýliskonan tilkynnti brot mannsins gegn sér fékk lögreglan einnig upplýsingar um að hann hefði skammbyssu í fórum sínum.

Í úrskurði héraðsdóms kemur enn fremur fram að afbrotaferill kærða er langur og nær aftur til ársins 2005. Hefur hann alls átta sinnum hlotið dóm og gengist undir eina viðurlagaákvörðun og eina lögreglustjórasátt. Maðurinn hefur hlotið fimm dóma vegna ofbeldisbrota.

Maðurinn sætir nálgunarbanni gagnvart konu sem hann er grunaður um fjölmörg brot gegn.

Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna þar sem óttast væri að hann gæti spillt rannsókn, meðal annars með afskiptum af vitnum. Einnig sé hætta á því að hann haldi brotum áfram ef hann gengur laus, í ljósi brotaferils hans.

Í úrskurði héraðsdóms sagði meðal annars orðrétt:

„Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað geta fangelsisrefsingu samkvæmt almennum hegningarlögum og sérrefsilögum og eru málin enn í rannsókn. Meint brot varða m.a. ofbeldi í nánu sambandi og eignaspjöll en ákærði er grunaður um að hafa kveikt í bifreiðinni […] sem er í eigu þriðja aðila. Kærði á langan sakaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2005 og hefur hann m.a. hlotið fimm refsidóma vegna ofbeldisbrota. Nú munu vera til meðferðar þrjár ákærur á hendur ákærða vegna fjölmargra umferðarlagabrota.

Þá sætir kærði nú nálgunarbanni gagnvart […]og þá hefur kærða áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart […]. Lögregla hefur í fjölmörg skipti haft afskipti af kærða.Kærði hefur mótmælt því sérstaklega að hann hafi kveikt í bifreiðinni […] en hann hafi verið með hana […]. Honum finnist líklegt að kviknað hafi í út frá rafkerfi bifreiðarinnar. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu var opinn eldur í ökumanns-og farþegarými bifreiðarinnar og ekki var að sjá að eldur hafi komið upp í vélarúmi hennar. Lögreglan ætlar að kviknað hafi í bifreiðinni af mannavöldum. Þá hafnar kærði því aðhann hafi haft í hótunum við […] og ekki sé hætta á því að hann muni nálgast hana þar sem hann búi[…].

Í þessu sambandi verður ekki litið framhjá rannsóknargögnum málsins þ.e. þau sem varða nálgunarbann sem kærði nú sætir. Með vísan til framanritaðs, svo og gagna málsins, og loks framangreinds rökstuðnings sóknaraðila er fallist á það að skilyrði séu til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli a., c. og d.-liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/20089 um meðferð sakamála. Samkvæmt því skal varnaraðili sæta gæsluvarðhaldi svo sem krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði.“

Á þetta féll Landsréttur ekki og felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár