fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 17:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent fjölmiðlum tilkynningu varðandi máls meints gluggagægis í lögreglunni sem mbl.is sagði frá í gær. Vitnaði vefurinn þar til orða Þórdísar Bjarkar Sigurþórsdóttur, íbúa í Hafnarfirði sem furðaði sig á að lögreglan væri að gægjast inn um glugga fólks. Tilefni heimsóknar lögreglu var, samkvæmt Þórdísi, að athuga hvort fjöldatakmarkanir sóttvarnareglna væru brotnar á heimilinu.

Sagði Þórdís í fréttinni einnig að nokkrir vinir sextán ára sonar hennar hefðu verið komin saman vegna skólaverkefnis en svo ílengst. Þórdís segir þar að lögreglumennirnir hafi komið um hálf tólf, og verið þegar mest var fjórir talsins. Þeir hafi meðal annars hindrað að Þórdís gæti lokað hurð sinni.

Í tilkynningu lögreglunnar vegna samskipta lögreglunnar og húsráðandans segir lögreglan að hún hafi verið á vettvangi að bregðast við tilkynningu um fjölmennt unglingasamkvæmi sem leiddi til grunar um brot á reglum um hámarksfjölda fólks á samkomu. Segir í tilkynningunni: „Við komu lögreglumanna á staðinn þótti sýnt að tilkynnendur hefðu eitthvað til síns máls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg