fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Fréttir

Faðir Ævars Annels tjáir sig – Margir hafa óttast um afdrif hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 14:57

Ævar Annel Valgarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgarð Heiðar Kjartansson, faðir Ævars Annels Valgarðssonar sem lögreglan lýsti eftir fyrir helgi, tjáði sig stuttlega um mál sonar síns við DV í dag.

„Í veit allavega að það er í lagi með með hann,“ segir Valgarð en ekki kom fram í samtalinu hvort Valgarð vissi um verustað sonar síns.

Margir óttuðust um afdrif Ævars, sem er tvítugur að aldri, í kjölfar þess að lögregla lýsti eftir honum. Hann tengist máli MMA bardagakappa sem birt hefur ofbeldismyndbönd af sér undanfarnar vikur. Í fyrsta myndbandinu, sem vefur Mannlífs birti, var Ævar þolandi bardagakappans, samkvæmt því sem Valgarð segir. Valgarð segir hins vegar að Ævar sé ekki í öðrum myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og tengjast bardagakappanum.

Á þriðjudagskvöld varð eldsvoði í íbúð í fjölbýlishúsi við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal. Þar mun umræddur bardagakappi hafa búið en íbúðin var mannlaus þetta kvöld. Sólarhring síðar fór í umferð myndband sem sýnir mann kasta bensínsprengju inn um glugga íbúðarinnar. Nokkru síðar birtu fjölmiðlar myndband af viðlíka árás á hús á Freyjugötu, sem á að hafa verið gerð í hefndarskyni.

Bardagakappinn birti ennfremur myndband af sér þar sem hann hótar manni lífláti og mundar haglabyssu. Ennfremur birti hann annað myndband af sér þar sem hann misþyrmir manni.

Valgarð segir að sonur sinn, Ævar, hafi ekki komið nálægt íkveikju að Friggjarbrunni, hann sé ekki maðurinn sem kasti bensínsprengju inn um glugga í myndbandinu. „Hann kom ekkert nálægt þessu. Hann er með fjarvistarsönnun.“ Bardagakappinn virðist hins vegar telja að Ævar eigi hlut að máli.

Margnefndur bardagakappi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir líkamsárás á son sinn

Ákærður fyrir líkamsárás á son sinn
Fréttir
Í gær

Fræðimenn gagnrýna fréttaflutning Moggans um Byrjendalæsi – „Sannleikurinn vill einnig oft verða illa úti“

Fræðimenn gagnrýna fréttaflutning Moggans um Byrjendalæsi – „Sannleikurinn vill einnig oft verða illa úti“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið þingfest: Verjandinn mætti en Helgi Bjartur ekki

Hafnarfjarðarmálið þingfest: Verjandinn mætti en Helgi Bjartur ekki
Fréttir
Í gær

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Ég og Ármann höfum verið útilokaðir frá þessum fundum núna undanfarin tvö ár“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Ég og Ármann höfum verið útilokaðir frá þessum fundum núna undanfarin tvö ár“