fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Segir ekki rétt að alltaf sé best að veita öldruðum þjónustu á eigin heimilum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 07:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valbjörn Steingrímsson, fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, segir það bábilju að alltaf sé betra að veita öldruðu fólki þjónustu á heimilum þess í stað þess að það flytji á öldrunarheimili ef vilji og heilsubrestur kalli á það.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þessi kenning er röng og þótt það geti átt við í þeim tilfellum þar sem fólk er tiltölulega hresst hafa ekki verið færðar fyrir því neinar sannanir eða flutt fyrir því rök að það sé ódýrara að geyma fólk heima,“ er haft eftir honum um þá stefnu að aldraðir skuli njóta þjónustu heima til að draga úr þörf fyrir hjúkrunarheimili. Hann sagði það auka fátækt, einsemd og vanlíðan að þvinga fólk til að búa heima og að dýrt sé að reka heimili og lífeyrir standi ekki undir þeim kostnaði.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður og öldrunarlæknir, segist ekki hafa trú á að næstu kynslóðir muni sætta sig við að búa á stofnunum. Hann telur að bæta þurfi heimaþjónustu og heimahjúkrun því það sé það fyrirkomulag sem fólk muni kjósa í framtíðinni. Þetta verði bæði hagkvæmara fyrir samfélagið og einnig heppilegra fyrir þá sem nota þjónustuna.

„Eins og kerfið er uppbyggt núna er allt of mikil áhersla lögð á að fólk fari inn á hjúkrunarheimili þegar í mörgum tilvikum er hægt að mæta þörfum þess betur og með minni tilkostnaði með aukinni stuðningsþjónustu heima,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra sem sagði jafnframt að unnið sé að fjölgun hjúkrunarrýma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins