fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Í gæsluvarðhald eftir árás á mömmu sína og kardimommudropaþamb

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 19:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu vegna síendurtekinna brota hennar. Um er að ræða 26 aðskild brot sem hún er ákærð fyrir. Mun konan því sitja í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember klukkan 15. Úrskurður héraðsdóms féll 20. október, honum var áfrýjað 23. október og barst ekki Landsrétti fyrr en 26. október. Konan hafði því setið í gæsluvarðhaldi í sex daga áður en Landsréttur tók afstöðu til úrskurðarins.

Segir í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfesti að konan sé undir rökstuddum grun um að hafa framið eftirfarandi brot á lögum á undanförnum vikum og mánuðum.

Meðal brota hennar eru ítrekaður þjófnaður á kardimommudropum úr hinum ýmsu verslunum bæjarins. Þá mun hún ítrekað hafa drukkið drykki á veitingastöðum sem ekki var greitt fyrir, auk þess sem að hún tók leigubíl fyrir á fimmta þúsund sem hún greiddi ekki fyrir.

Brotin eru framin á tímabilinu júní – september á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“