fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Í gæsluvarðhald eftir árás á mömmu sína og kardimommudropaþamb

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 19:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu vegna síendurtekinna brota hennar. Um er að ræða 26 aðskild brot sem hún er ákærð fyrir. Mun konan því sitja í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember klukkan 15. Úrskurður héraðsdóms féll 20. október, honum var áfrýjað 23. október og barst ekki Landsrétti fyrr en 26. október. Konan hafði því setið í gæsluvarðhaldi í sex daga áður en Landsréttur tók afstöðu til úrskurðarins.

Segir í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfesti að konan sé undir rökstuddum grun um að hafa framið eftirfarandi brot á lögum á undanförnum vikum og mánuðum.

Meðal brota hennar eru ítrekaður þjófnaður á kardimommudropum úr hinum ýmsu verslunum bæjarins. Þá mun hún ítrekað hafa drukkið drykki á veitingastöðum sem ekki var greitt fyrir, auk þess sem að hún tók leigubíl fyrir á fimmta þúsund sem hún greiddi ekki fyrir.

Brotin eru framin á tímabilinu júní – september á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“