fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 10:20

mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk lögregla greindi frá því í morgun að kona hafi verið afhöfðuð og að tveir aðrir séu látnir í hnífaárás í frönsku borginni Nice. Fjöldi manns er særður eftir árásina.

Christian Estrosi, borgarstjóri Nice, sagði á Twitter að árásarmaðurinn hafi öskrað „Allahu Akbar“ er hann lét til skarar skríða. „Allt bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða,“ sagði Estrosi.

Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu á meðan á handtöku hans stóð, en er á lífi, að því er fram kemur á vef Sky News.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, mun vera á leið til borgarinnar síðar í dag. Þá sagði Gerald Darmanin, innanríkisráðherra landsins, að lögregluaðgerð væri í gangi í borginni og hvatti fólk til að halda sig frá athafnasvæði lögreglu. Neyðarfundur fer nú fram í ráðuneytinu vegna árásarinnar.

Franski saksóknarinn sem sér um saksókn hryðjuverka hefur verið beðinn um að rannsaka atburði dagsins. Ekki er talið að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn, en það verður þó hluti af rannsókninni að kanna slíka möguleika.

Frönsk lögregla var þegar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna sambærilegrar árásar sem átti sér stað í París fyrr í þessum mánuði. Var þar um að ræða árás á Samuel Paty, grunnskólakennara í París. Mun tilefni árásarinnar hafa verið birting Paty á teiknimyndum af Múhammeð spámanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af