fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Ofbeldisfullur í felum – Kýldi og sló eiginkonuna en finnst ekki til að birta honum ákæruna

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur birt ákæru yfir þrítugum manni í lögbirtingablaðinu. Segir þar að málið verði dómtekið þann 9. desember þessa árs í dómshúsinu á Akureyri. Í birtingunni er ákærði kvaddur til þess að koma, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing getur sá ákærði átt von á því að fjarvist hans verði lögð að jöfnu við játningu.

Svo virðist sem upphafleg ákæra hafi verið gefin út í nóvember í fyrra, eða fyrir rétt tæpu ári síðan. Síðan þá hefur maðurinn ekki fundist til að hægt sé að birta honum ákæruna, og er því brugðið á það ráð að birta hana í lögbirtingablaðinu, samkvæmt lögum þar um.

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa ráðist að eiginkonu sinni í íbúð þeirra á Akureyri, slegið hana í andlitið með flötum lófa, rifið í hár hennar og kýlt hana svo ítrekað í höfuðið með krepptum hnefum beggja handa. Maðurinn mun þar að auki hafa hótað henni lífláti ef lögreglan kæmi á staðinn, hótað því að henda henni fram af stétt sem þau stóðu á og niður á plan sem er þar fyrir neðan, hótað konunni og fjölskyldu hennar lífláti ef hann yrði handtekinn eða hann yrði sendur úr landi. Munu hótanir þessar hafa farið fram son konunnar sem er á unglingsaldri.

Konan hlaut af þessu talsverða áverka. Krefst hún bóta úr hendi mannsins að fjárhæð 1.500.000 króna auk vaxta og verðbóta, auk þess sem hún krefst þóknunar úr hendi mannsins vegna málskostnaðar. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir manninum, auk þess sem hann verði dæmdur til að greiða málskostnað vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“