fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Matur

Nú er tími til að njóta – Hægeldað læri með tilheyrandi

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 20:21

Sunnudagssæla Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudagssteikin er hefð sem margir muna eftir. Þá var borðið dekkað í hádeginu á sunnudögum og besti matur vikunnar borinn á borð. Oft hægeldað lambalæri með sultu, rauðkáli og tilheyrandi kræsingum. Una Guðmunds smellir hér í fullkomna helgarveislu.

Lambalæri fyrir helgina

2-3 msk. ferskt timían
2 stk. skarlottulaukur
3 msk. ólífuolía
Sjávarsalt og pipar

Byrjið á því að snyrta lambalærið og setja það í góðan pott sem má fara í ofn.

Útbúið marineringuna, setjið ólífuolíuna í skál, saxið niður ferskt timían og raspið niður skarlottulauk með rifjárni. Blandið öllu saman ásamt því að salta og pipra blönduna.

Smyrjið blöndunni á lærið og passið að ná á alla fleti lærisins. Best er að leyfa lærinu að marinerast í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Setjið lærið í ofninn. Mér finnst best að hægelda það við 120 gráðu hita í um 3-4 klukkustundir en það miðast við 2,5 kílóa læri.

Þegar um 30 mínútur eru eftir af steikingartímanum er gott að taka lærið út og setja nokkrar smjörklípur yfir það og svo aftur inn í ofn, þetta gerir yfirborðið stökkt og gott.

Leyfið lærinu að standa aðeins eða í um 15-20 mínútur þegar það er tilbúið áður en það er skorið og borið fram.

Fallegt að setja smá ferskt timían, bláber eða tómata til skreytingar og svo bragðast það einnig vel með lærinu.

Heimagert rauðkál
½ rauðkálshaus
3 msk. sykur
50 g smjör
1 tsk. salt
Smá rauðvín, ca. 1 msk. (val)

Byrjið á að saxa rauðkálshaus gróflega og steikið hann upp úr smjörinu. Bætið svo salti og sykri við og hrærið í blöndunni þar til sykurinn leysist upp. Leyfið að malla við vægan hita í um 30-40 mínútur og lengur ef tími gefst, það verður bara betra.

Kartöflugratín

400-500 g kartöflur
Salt og pipar
150 g rjómi
3 msk. smjör
10 stk. ferskir sveppir (meðal-stórir)
2 hvítlauksrif
Rifinn ostur
Season All-krydd

Byrjið á að skera sveppina niður í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, raspið niður hvítlauksgeirana og blandið saman við.

Látið malla saman á pönnunni í nokkrar mínútur. Skerið kartöflur í sneiðar og raðið í eldfast mót, saltið og piprið vel. Hellið rjómanum yfir sveppina á pönnunni og leyfið að blandast saman áður en rjómablöndunni er hellt yfir kartöflurnar og hrært vel í.

Stráið rifnum osti yfir og að lokum er smá Season All-kryddi stráð yfir, kartöflurnar settar inn í ofn og bak-aðar í um 35 mínútur við 180 gráður.

Mynd: Una Guðmunds
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði