fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Aukinn þungi í gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir – „Brotið á almenningi og fyrirtækjum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. október 2020 14:09

Haukur Arnþórsson og Sigríður Á. Andersen. Einnig er vitnað í grein Þorsteins Sigurlaugssonar í fréttinni. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki virðist ríkja jafnmikil samstaða um aðgerðir Almannavarna gegn kórónuveirufaraldrinum og í vor. Hertar aðgerðir fá ekki jafneinróma undirtektir af málsmetandi aðilum og áður. Borið hefur á efasemdaröddum í þingmannna- og jafnvel ráðherrraliði Sjálfstæðisflokksins um stefnuna en einhugur er sagður ríkja hjá Framsóknarflokki og VG um að fylgja tillögum sóttvarnaráðs.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ritar harða ádrepu á stefnu stjórnvalda í Morgunblaðið í dag. Haukur talar fyrir hjarðónæmi og segir að vernda þurfi sérstaklega viðkvæma hópa en ungt og hraust fólk eigi að njóta sama athafnafrelsis og fyrir faraldurinn. Haukur telur að kreppa og atvinnuleysi geti haft alvarlegri heilsufarslegar afleiðingar fyrir samfélagið en kórónuveiran. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja séu framundan vegna aðgerða stjórnvalda sem hafi bitnað verst á ferðaþjónustunni:

„Íslendingar höfðu allt að 40% þjóðartekna sinna af ferðamennsku áður en faraldurinn braust út. Efnahagslega höggið er mikið meira hér en í öðrum NorðurEvrópuríkjum. Faraldurinn þurfti því að ganga strax yfir og hjarðónæmi að fást. Ef sænska leiðin hefði verið farin hefði það nást í maílok og ferðamennskan hafist aftur.

Alvarlegustu áhrif íslensku leiðarinnar eru efnahagsleg og félagsleg. Það stefnir í fjöldagjaldþrot fyrirtækja sem varða ferðaþjónustu, stórfelldan hallarekstur ríkis og sveitarfélaga og samdrátt þjóðartekna um allt að 40%, sem eykur nýgengi fátæktar stórfelldlega og útburð og gjaldþrot hinna atvinnulausu þegar þeir geta ekki greitt af lánum sínum. Gert er ráð fyrir að atvinnulausir verði yfir 20 þús. um áramót, það varðar afkomu 50-60 þús. manns, barna og fullorðinna.

Seinna í vetur getur örvænting hafa gripið um sig meðal tugþúsunda Íslendinga með tilheyrandi pottaglamri á Austurvelli. Þrengist þá fyrir dyrum stjórnmálanna.“

Haukur segir að íslenska leiðin í baráttunni gegn veirunni byggi á mannréttindabrotum og ólögum. Brotið sé á almenningi og fyrirtækjum. „Hér á ég við að ferðafrelsi, samkomufrelsi og tjáningarfrelsi (gagnrýnisraddir á íslensku leiðina hafa verið þaggaðar) hefur verið aflagt og lögreglu- og eftirlitsríki sett á laggirnar,“ segir Haukur og telur hann að ríkið gæti orðið bótaskylt vegna lokunar landsins fyrir ferðamönnum.

Haukur leggur til að yfirvöld láti faraldurinn ganga yfir landið. Hjarðónæmi ætti þá að vera komið hjá yngri kynslóðum þjóðarinnar í byrjun næsta árs. Ef þetta verði ekki gert geti Íslendingar gleymt öllum áformum um endurreisn efnahagslífsins á næsta ári.

Atvinnuleysi lífshættulegt

Þorsteinn Sigurlaugsson hagfræðingur tekur í sama streng í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann horfir á málin á heimsvísu og bendir á að atvinnuleysi auki dánartíðni, sérstaklega í fátækum löndum, en líka í þeim ríkari. Eitt prósent aukning atvinnuleysis í Bandaríkjunum hafi leitt til 37.000 dauðsfalla:

„En í ríkari löndum hefur at­vinnu­leysi svo sannar­lega einnig nei­kvæð á­hrif á heilsu fólks og lífs­líkur. Ein þekktasta rann­sóknin á þessu var unnin af hag­fræðingunum Barry Blu­estone og Bennett Har­ri­son og birtist í bók þeirra „Cor­porate Flight – The Causes and Con­sequ­ences of Economic Dislo­cation“, 1981. Niður­staða þeirra var að 1% aukning at­vinnu­leysis í Banda­ríkjunum leiði til 37.000 dauðs­falla. Fé­lags­fræðingurinn Harvey Brenner, prófessor við Yale-há­skóla, vann um­fangs­mikla skýrslu um þessi tengsl fyrir ESB árið 2016, sem sýnir af­gerandi or­saka­sam­hengi at­vinnu­leysis og dauðs­falla vegna hjarta­sjúk­dóma og heila­blóð­falls. Hvað Banda­ríkin varðar hefur Brenner lýst svipuðum niður­stöðum og Blu­estone og Har­ri­son.“

Þorsteinn víkur síðan að aðgerðunum á Íslandi og veltir upp afleiðingum af eiginlegri lokun landsins fyrir ferðamönnum þann 19. ágúst síðastliðinn:

„Ekki liggur fyrir hversu mörgum störfum var fórnað með lokun landsins 19. ágúst, en reikna má með að þau skipti þúsundum. Þegar þetta er ritað hafa sam­kvæmt co­vid. is greinst 18 virk smit við seinni skimun, svo smitin sem forðað er með þessari stór­skað­legu ráð­stöfun eru sára­fá. Á sama tíma greindust 700 smit innan­lands. Hlut­fall smitaðra á landa­mærum er 0,4% frá upp­hafi.

Það er líkt og stjórn­völd séu að reyna að verja hús fyrir vatni og vindum með því að þétta gluggana þegar þakið er fokið af. Árangurinn er í sam­ræmi við fá­rán­leikann. Nú er Ís­land meðal þeirra tíu Evrópu­landa þar sem ný­gengi smita er mest. Langtum meira en í löndum þar sem landa­mæri eru opin.

Hversu mörgum manns­lífum hefur lokunin í raun og veru bjargað? Og hversu mörgum manns­lífum er fórnað með henni? Les­endum er látið eftir að meta það, en ég óttast að lítill vafi sé á að fórnin er um­tals­vert meiri en á­vinningurinn. Sér í lagi þar sem mark­mið lokunarinnar um eðli­legt líf innan­lands hefur ber­sýni­lega alls ekki náðst, líkt og nýjustu að­gerðir sýna.“

Þorsteinn hvetur stjórnvöld til að falla frá hinum hörðu aðgerðum á landamærum. Þannig megi bjarga störfum og mannslífum.

Aðgerðir eigi alls ekki að beinast að þeim sem ekki eru viðkvæmir

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, greinir frá yfirlýsingu þriggja heimsþekktra smitsjúkdóma- og lýðheilsusérfræðinga (sem Haukur gerir einnig). Hún felur í sér að hjarðónæmi sé óhjákvæmilegt markmið, hjarðónæmi sé ekki stefna heldur staðreynd. Texti Sigríðar er eftirfarandi og að neðan er myndskeiðsviðtal sem hún deilir:

„Þrír smitsjúkdóma- og lýðheilsusérfræðingar sendu í gær frá sér yfirlýsingu og lýstu þungum áhyggjum af því heilsutjóni sem núverandi Covid aðgerðir hefðu í för með sér. Þau benda á að þekking okkar á C19 hefur sem betur fer vaxið og almennur skilningur nú á því að hvar áhættan liggur. Markmið sóttvarnaraðgerða eigi því að beinast að því að takmarka dauðsföll og félagslegan skaða þar til hjarðónæmi náist – og þau benda á að hjarðónæmi (þ.e. þegar smitin hafa náð stöðugleika) sé óhjákvæmilega markmiðið. Bóluefni hjálpi til að því marki. Aðgerðir eigi alls ekki að beinast að þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir veirunni.
Undir yfirlýsingu þeirra ritar nú fjöldi sérfræðinga.
Ég mæli eindregið með þessu vitðali við þessa þremenninga sem koma hver úr sinni áttinni (Stanford, Harvard og Oxford).
“Hjarðónæmi er ekki stefna (e. strategy). Hjarðónæmi er staðreynd sem á við flesta smitsjúkdóma, hluti af ferli smitsins þegar það dreifir sér í samfélögum. Jafnvel þótt við fengjum áhrifaríkt bóluefni yrðum við að styðjast við hjarðónæmi til þess að kveða niður þennan faraldur. Hér er því ekki um stefnu að ræða heldur viðurkenningu á líffræðilegri staðreynd.”
Þegar talið víkur að hjarðónæmi er það útbreiddur misskilningur að með því sé verið að boða að “ekkert sé gert”. Það er hins vegar fjarri lagi. Heldur er markmiðið að verja þá viðkvæmu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv