fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ráðist á vespumann í Kópavogi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af nógu hefur verið að taka hjá lögreglunni í dag. Er klukkan var 57 mínútur gengin í átta var ráðist á ökumann vespu í Brekkuhverfi Kópavogs. Hlaut karlmaðurinn minniháttar áverka og skemmdist vespan í fólskulegri árásinni.

Síðar í morgun var kona handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún ætti við veikindi að stríða. Ökuréttindi konunnar voru afturkölluð af lögreglu.

Aðeins örfáum mínútum síðar slasaðist kona á gangi á Laugavegi. Hlaut konan áverka á höfði og var flutt á slysadeild til læknisskoðunar.

Rétt eftir eitt í dag var svo karlmaður handtekinn í hlíðunum vegna gruns um aksturs undir áhrifum fíkniefna. Við afskipti lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum og um ítrekuð brot að ræða. Við leit lögreglu fundust fíkniefni á manninum. Má maðurinn búast við talsvert hærri sekt og jafnvel fangelsisdóm vegna brota sinna.

Þá sinnti Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verkefnum tengdum setningu Alþingis sem fram fór í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi