fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Voru morðingjar Geirfinns með hann í Vestmannaeyjum? Dularfullir menn í jakkafötum – Rænulítill maður sagði „mundu eftir mér“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. janúar 2020 11:49

Geirfinnur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 barst lögreglu ábendingu um að tveir grunsamlegir menn hafi sést haldandi á rænulitlum manni á milli sín í Vestmannaeyjum 20. nóvember árið 1974. Sjónarvotturinn taldi mennina tengjast Landsvirkjun. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar enn þessa ábendingu en talið er að lýsingin gæti átt við Geirfinnur Einarsson.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Umrætt vitni sagðist í skýrslutöku hafa séð þrjá „borgaralega klædda“ menn koma á smábáti til Vestmannaeyja um miðjan dag þann 20. nóvember 1974. Það er degi áður en Geirfinnur hvarf í Keflavík. Að sögn vitnisins leiddu tveir menn í jakkafötum þann þriðja á milli sín og virtist sá þriðji rænulítill. Mennirnir þrír eru sagðir hafa farið inn í verbúð en þar bjó umrætt vitni á þeim tíma.

Þremenningarnir dvöldu samkvæmt honum í dágóðan tíma í lokuðu herbergi en það var kokkurinn í mötneyti verbúðarinnar sem hleypti þeim inn. Vitnið segist hafa átt stutt orðaskipti við þremenningana þegar þeir gengu út úr herberginu. Hann hafi spurt þann rænulitla hvort ekki væri allt í lagi. Sá svaraði þá: „Mundu eftir mér.“ Mennirnir í jakkafötunum gáfu þá í skyn að þeir myndu taka vitnið líka en svo varð ekki.

Því næst segist vitnið hafa séð þremenningana fara um borð í trillu og sigla frá bryggjunni. Þegar farið var að rökkva sá hann trilluna koma í land og þá var einungis mennirnir í jakkafötunum um borð. Nánar má lesa um þessa lýsingu vitnisins hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi