fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Þetta er fyrirtækið sem bendlað er við notkun ólöglegra starfsmanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. janúar 2020 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur nýlega gert tvær rassíur í Héðinshúsinu, þar sem unnið er að byggingu nýs hótels CenterHotels, vegna gruns um ólöglegt vinnuafl. Sú seinni var þann 21. janúar þar sem átta manns voru handteknir, grunaðir um að framvísa fölsuðum skilríkjum til að fá atvinnuleyfi hér á landi. Stundin greinir frá. Í september gerði lögreglan fyrri rassíu sína á staðnum þar sem tveir voru handteknir af sömu ástæðum. Mennirnir tengjast allir byggingarfyrirtækjunum Járnhestur og HBS byggingarfélag. Forsvarsmaður beggja fyrirtækjanna er ungur maður að nafni Hjálmtýr Bergsson Sandholt.

Um miðjan desember greindi DV frá máli þar sem maður var handtekinn á byggingarsvæði í Njarðvík og annar maður flúði eftirlitsmenn á vettvangi. Hvorugur gat framvísað gildum persónuskilríkjum né pappírum sem sanna atvinnuleyfi. Á daginn kom að maðurinn sem var handtekinn hafði aldrei fengið laun millifærð á reikning heldur alltaf fengið greitt í peningum. Viðurkenndi maðurinn að honum hefði verið smyglað inn í landið frá Svíþjóð. Talið er líklegt að hann hafi verið hælisleitandi eða flóttamaður í Svíþjóð. Samkvæmt öruggum heimildum DV tengjast mennirnir einnig fyrirtækjunum Járnhestur og HBS byggingarfélagi.

Því skal haldið til haga að í samtali við Stundina fullyrðir Hjálmtýr að fyrirtæki hans hafi ekki komið að flutningi ólöglegu starfsmannanna hingað til lands.

Sjá einnig:

Byggingarfélag grunað um að flytja flóttamenn til Íslands í svarta vinnu

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð
Fréttir
Í gær

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Í gær

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022
Fréttir
Í gær

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar
Fréttir
Í gær

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun