fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Keppni í sjálfsklappi og launastríði

Svarthöfði
Sunnudaginn 12. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði ætlar ekki, frekar en flestir, að þverneita fyrir að sigur tónlistarkonunnar Hildar Guðnadóttur á Golden Globe-hátíðinni hafi verið verðskuldaður og kærkominn, enda flink og frambærileg kona í sínu fagi. Þetta greiðir líka augljóslega veginn fyrir hinn tilvonandi og sögulega Óskarssigur Íslendings ef marka má spána. Hið fúla er að ekkert af þessu skiptir neinu máli fyrir neinn nema einstaklinginn sem tekur við styttunni og listaelítuna sem hamrar á samfélagslegu mikilvægi svona apparata.

Þetta er allt saman æfing í sjálfsklappi og launastríði. Sjónvarpsaðdáendur gleðjast yfir því að sjá uppáhaldsstjörnurnar sínar spreyta sig utan vinnu sinnar og vera upp á sitt mannlegasta, en þú finnur aldrei betra dæmi um tilgerð og glans eða sýndarmennsku, sem er á skjön við eðli listarinnar.

Verkin tala og list á að vera metin af fólki, ekki nefndum eða papparössum. Að skipa nefnd til þess eins að setja gæðatitla á listræn verkefni undir þeim formerkjum hvað hafi gildi og hvað ekki, fer svolítið gegn því að taka á móti listinni eins og hún er og myndast þar af leiðandi ógurleg mótsögn með dassi af svokölluðum elítisma. Því er vert að hafa í huga að einu marktæku verðlaunaafhendingarnar eru venjulega þær sem lítið fer fyrir. En ef útsendingin er bein, eru líkur á því að lygin sé það líka.

Verðlaunahátíðir sverja sig í ætt við matvæla- og eldsneytisiðnað, bornar uppi af græðgi, markaðsherferðum og prósentutölum. Á hverju ári eru þúsundir verðlaunahátíða haldnar, og þar erum við einungis að ræða um Bandaríkin og kvikmyndabransann, sem gefur vísbendingu um fáránlega heildarmynd gildisleysisins. Hvernig gripirnir og glansinn missir ekki marks í þessum hafsjó er ofvaxið skilningi Svarthöfða, án þess að dregið sé úr ánægju fólks yfir því að þrasa um það hvaða kjólar eða jakkaföt séu fallegust á rauða dreglinum.

Hildur mun að öllum líkindum vinna þessi Óskarsverðlaun og Svarthöfði mun samgleðjast henni fyrir þau tækifæri sem fylgja útbreiðslu á nafni hennar og þeirri launahækkun sem sjálfkrafa fylgir tilnefningunni einni og vissulega sigrinum. Ísland hefur lengi verið land tilþrifaríks listafólks sem getur allan fjandann og það er svo sannarlega ánægjulegt að fylgjast með stærri heimi fagfólks taka sífellt betur eftir okkar flottu lítilmögnum klakans.

Að gefnu tilefni vill Svarthöfði óska Hildi til hamingju með árangurinn fram að þessu og framtíðina björtu. Hún er búin að vinna fyrir þessu. Nú er hún formlega komin nær því að vera hluti af eina prósentinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands