fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska auglýsingastofan gjaldþrota – 32 ára gamall risi stimplar sig út

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. september 2020 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn Íslensku auglýsingastofunnar hefur óskað eftir því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota og bú þess tekið til skiptanna. Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar staðfesti það við mbl.is nú í kvöld.

Kemur þar fram að um 25 starfsmenn hafi þar starfað. Stofan var stofnuð 1988 og á því 32 ár að baki.

Hjalti benti á að í upphafi árs hafi Icelandair samið við aðra auglýsingastofu og hætt viðskiptum við sig og sína stofu. Í kjölfarið bættust svo áhrif kórónaveirufaraldursins.

Í tilkynningu frá auglýsingastofunni segir að tilraunir til þess að endurskoða rekstrarforsendur eins og leigusamninga hafi ekki borið árangur. Tilraunir til frekari hagræðingar hafi enn fremur ekki tekist sem skyldi. Í ljósi þess hafi eigendur félagsins tekið þá þungbæru ákvörðun að láta staðar numið.

Stofan mun, að óbreyttu, stöðva rekstur sinn næstu mánaðamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”