fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skemmtistaðurinn Brewdog opinberar smit á staðnum – „Þessi umræddi starfsmaður var á vakt um síðustu helgi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtistaðurinn Brewdog, sem er á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur, hefur nú opinberað að smit hafi komið upp á staðnum.

Andri Birgisson, framkvæmdastjóri staðarins, greinir frá þessu í tilkynningu á Facebook-síðu Brewdog. „Við fengum þær upplýsingar frá smitrakningateymi síðdegis á fimmtudag að hugsanlega hafi smitaður viðskiptavinur komið til okkar föstudaginn 11. september,“ segir Andri en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær.

„Fyrr í dag fékk svo einn starfmaður okkar símtal um að hann væri smitaður af COVID-19. Allt annað starfsfólk fékk neikvæða útkomu. Þessi umræddi starfsmaður var síðast á vakt um síðustu helgi, var bæði föstudag og laugardag, og hefur ekki komið inná staðinn síðan. Grunur leikur á að hann hafi smitast af gesti frá þessum föstudegi.“

Andri segir að í kjölfar þessarar vitneskju hafi verið unnið þétt meeð smitrakningarteyminu. „Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir Andri og hvetur alla viðskiptavini Brewdog sem voru á staðnum á föstudaginn 11. september eða laugardaginn 12. september til þess að fara í skimun. Nánari upplýsingar um viðbrögð er að finna á covid.is og heilsuvera.is. „Pössum fjarlægðamörk, sprittum okkur og verum öðrum til fyrirmyndar. Stay safe,“ segir Andri að lokum.

Viðskiptavinir staðarins eru ánægðir með þessa upplýsingagjöf staðarins og hrósa henni í athugasemdum færslunnar. „Þið eruð frábær, til fyrirmyndar hjá ykkur eins og allt sem þið gerið,“ segir í einni athugasemd. „Vel gert og virðingarvert – megi ykkur farnast sem allra best og vonandi jafnar starfsmaðurinn sig fljótt og vel,“ segir í annarri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega