fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Trump bannar Tik Tok og WeChat í Bandaríkjunum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 18. september 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times sagði frá því í dag að ríkisstjórn Donalds Trumps bandaríkjaforseta hafi sett reglur í dag sem munu koma í veg fyrir starfsemi Tik Tok og WeChat í Bandaríkjunum. Öppin eru bæði kínversk. Reglugerðin mun hafa áhrif á yfir 100 milljón notendur símaforritana í Bandaríkjunum.

Reglugerðin takmarkar peningafærslur í gegnum WeChat innan Bandaríkjanna frá og tekur gildi á sunnudag. Þá mun reglan koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki bjóði WeChat veghýsingu og aðra vefþjónustu sem er nauðsynleg daglegum rekstri forritsins. Sömu takmarkanir munu taka gildi fyrir TikTok þann 12. nóvember.

Viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna Wilbur Ross sagði við New York Times að aðgerðir forsetans sanna það enn einu sinni að Donald Trump muni gera hvað sem er í hans valdi til að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og ógnir sem stafa af kínverska kommúnistaflokknum.

Brot á reglum ríkisstjórnarinnar munu varða allt að milljón dollara sektum og fangelsi í allt að 20 ár.

Þannig er ljóst að dagar WeChat í Bandaríkjunum eru taldir frá og með miðnætti á mánudaginn næsta, en TikTok fær að lifa fram í miðjan nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“