fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ekið á bíl á meðan lögregla var að rannsaka hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. ágúst 2020 08:13

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær stöðvuðu lögreglumenn bíl á Sæbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn er grunaður um akstur umdir áhrifum fíkniefna, einnig vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Í bílnum voru tveir farþegar sem grunaðir eru um það sama. Allir voru handteknir vegna rannsóknar málsins og færðir á lögreglustöð þar sem tekin var af þeim skýrsla og þeir síðan látnir lausir.

Þegar lögreglumenn höfðu stöðvað bílinn og voru að vinna í málinu kom þar að annar bíll sem ók  á kyrrstæða bílinn og síðan á brott.  Upptökur eru af því broti og er það mál í rannsókn. Bíllinn sem keyrt var á var fluttur af vettvangi með Króki.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá reiðhjólaslysi sem tilkynnt var um áttaleytið í gærkvöld. Hjólreiðamaðurinn datt fram fyrir sig og fékk áverka í andliti. Brotin tönn varð eftir á götunni. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um ungan mann í annarlegu ástandið í miðbænum. Er hann sagður hafa notað LSD og var hlaupandi um berfættur og ber að ofan.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir klukkan fimm í nótt vaknaði maður upp í miðbænum við að innbrotsþjófur var í íbúð hans. Náði þjófurinn að hlaupa út með tölvu og fleira. Málið er í rannsókn.

Um hálffimmleytið í nótt var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi í Árbæ. Var brunalykt og reykskynjari í gangi. Reyndist þetta koma frá potti sem hafði gleymst á heitu helluborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla