fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri varar við fikti við torkennilega hluti – Fundu aðra sprengju í Heiðmörk

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 19:45

mynd/Ríkislögreglustjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðingar voru meðal þeirra sem brugðust við í máli sprengju í Heiðmörk sem sprakk í höndum manns. Maðurinn er stórslasaður en Vísir greindi frá því fyrr í dag að sprengjan hafi rifið af hluta handleggs mannsins. Er þar haft eftir Skúla Jónssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að maðurinn hafi sjálfur borið eld að flugeldinum.

mynd/Ríkislögreglustjóri

Segir í Facebook færslu ríkislögreglustjóra að sprengjusérfræðingarnir voru sendir á staðinn til þess að tryggja vettvang, en þá hafi komið í ljós að annar ósprunginn flugeldur væri á staðnum. Sprengjusérfræðingar eyddu þeim flugeldi með sérútbúnum búnaði til sprengjueyðingar. Má sjá myndir hér að neðan af aðgerðinni.

Í færslu sinni varar Ríkislögreglustjóri almenning við að eiga við sprengjur eða torkennilega hluti sem á vegi þeirra kann að verða. Í þeim tilfellum sem fólk gengur fram á slíkt eigi það að tilkynna það til lögreglu í síma 112. Enn fremur biðlar Ríkislögreglustjóri til foreldra eða forráðamanna barna og unglinga að ræða þessi mál við börnin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag