fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan tjáir sig um beinafundinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 17:44

Mynd: Ágúst Ísfeld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna beinafundar í Skógfellahrauni, nálægt Grindavík. DV greindi frá því í gær að Ágúst Ísfeld ók á fjórhóli sínu í fyrrakvöld fram á bein sem hann taldi að gætu verið mannabein. Tilkynnti hann fundinn til lögreglunnar.

Lögreglan veitti DV í dag upplýsingar um að beinin væru ekki mannabein en enn liggur ekki fyrir út hvaða dýri beinin eru. Tilkynning lögreglunnar um málið er eftirfarandi:

„Í vikunni barst lögreglu tilkynning um bein sem fundust í Skógfellahrauni. Lögregla óskaði eftir aðstoð frá Björgunarsveitinni Þorbirni við að komast að beinunum. Þurftum við að notast við fjórhjól til þess að komast yfir úfið hraunið. Skemmst er frá því að segja að bein voru fjarlægð af vettvangi og færð í hendur réttarmeinafræðings sem að svo staðfesti að ekki væri um mannabein að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar