fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Akureyringar ekki þeir einu sem heyra dularfull hljóð – Íbúar Plymouth í svipuðum vanda

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 18:39

Samsett mynd - Akureyri og Plymouth

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í seinustu viku fjölluðu íslenskir fjölmiðlar um undarlegt hljóð sem angraði íbúa Akureyrar. Margar kenningar voru á lofti varðandi hljóðið. RÚV greindi til að mynda frá því að ólíklegt væri að hljóðið kæmi frá Vaðlaheiðagöngum, en það gæti hins vegar komið frá skútunni Veru, sem var við Pollinn á Akureyri.

Hljóðið þótti dularfullt, sérstaklega vegna þess að ekki var hægt að taka það upp með venjulegum hljóðnemum. Fréttablaðið greindi frá því.

Íbúar í í borginni Plymouth lentu í svipuðum aðstæðum og Akureyringar í gær. En þá heyrðist hljóð heyrðist um borgina sem er á suðurströnd Englands. Frá þessu greinir Plymouth Live.

Málið í Plymouth virðist hafa verið leyst, en íbúar borgarinnar þurftu að sætta sig við hávaðann, sem kom frá sjónum eða bryggjunni, í næstum þrjá klukkutíma.

Helsti umsjónarmaður hafnarinnar í Plymouth, sem heitir, ótrúlegt en satt, Plymouth Sound, hefur nú fullyrt að hljóðið hafi komið frá þokulúðri. Lúðurinn fer víst sjálfkrafa í gang þegar það er þoka, sem var tilfellið í morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos