fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Suðurnesin laus við umdeildan lögreglustjóra – Verður sérfræðingur í ráðuneyti Áslaugar Örnu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið færður í starf sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. Tekur flutningurinn gildi um næstu mánaðamót. Er flutningurinn sagður byggja á 36. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar segir:

Stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. Enn fremur getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því.

Athygli vakti þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að Ólafur Helgi yrði sendur til Vestmannaeyja og ætti að taka þar við lausri lögreglustjórastöðu. Var ætlaður flutningur sagður vera liður í tilraun Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra til þess að losna við Ólaf Helga úr embætti. Af því varð ekki.

Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins á flutningurinn að gefa ráðuneytinu og lögreglunni færi á að nýta sér þekkingu Ólafs á sviði landamæravörslu næstu árin.

Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurnesjum

Þá hefur ráðherra sett Grím Hergeirsson, staðgengil lögreglustjórans á Suðurlandi, í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi. Embættið verður svo auglýst laust til umsóknar við fyrsta hentugleika.

Styr hefur staðið um lögreglustjórann síðan hann var sagður hafa prentað út klúra texta og fækkað fötum í viðurvist starfsmanna.

Sjá nánar: Sagður hafa prentað út klúran texta og fækkað fötum í viðurvist undirmanna

Ólafur Helgi hefur lengi verið umdeildur og komið að mörgum umdeildum málum. DV tók hneykslismál Ólafs Helga saman árið 2014 í blaðagrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Í gær

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Í gær

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
Fréttir
Í gær

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
Fréttir
Í gær

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“