fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Svara ákalli heimilislausra kvenna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 15:28

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyðarúrræði á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins fyrir heimilislausar konur verður framlengt. Þetta kemur frama í tilkynningu frá velferðarsviði borgarinnar.

Úrræðinu var komið á í apríl vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar þar sem ekki var hægt að tryggja tveggja metra reglu í Konukoti.

Ákveðið var að tvískipta hópnum í Konukot og nýja úrræðið svo hver og ein kona fengi meira rými.

Hópur heimilislausra kvenna sendi tilkynningu á fjölmiðla í morgun þar sem bent var á til stæði að loka úrræðinu.

„Neyðarúrræðið er rekið með fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu og er opið konum alls staðar að af landinu. Velferðarsvið á nú í viðræðum við eiganda hússins um áframhaldandi rekstur til skamms tíma og hefur fengið vilyrði fyrir áframhaldandi fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni, en kostnaður vegna neyðarúrræðisins er 9 milljónir króna á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim