fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg neitar að veita upplýsingar varðandi ráðningu skólastjóra Hlíðaskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 19:30

Samsett mynd DV. Mynd af Berglindi aðsend. Mynd af Hlíðaskóla: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur óskað eftir upplýsingum hjá upplýsingadeild Reykjavíkurborgar um ráðningu nýs skólastjóra Hlíðaskóla. Eins og DV greindi frá þann 27. júlí var Berglind Stefánsdóttir ráðin í starfið. Ráðningin markar tímamót þar sem þetta er í fyrsta skipti í Evrópu – og hugsanlega í heiminum – sem heyrnarlaus manneskja er ráðin skólastjóri í skóla þar sem nemendur eru með heyrn. Er þetta í annað sinn sem Berglind brýtur blað í sögunni en árið 1996 var hún ráðin skólastjóri að Vesturhlíðaskóla, sérskóla fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Varð hún þar með fyrsti heyrnarlausi skólastjórinn á Íslandi.

Í viðtali við DV sagði Berglind að hún hefði fregnað að einhverjir væru óöruggir yfir ráðningu hennar vegna ótta við samskiptaörðugleika þar sem hún er heyrnarlaus. Benti Berglind á að margir táknmálstúlkar væru starfandi við skólann en hún ætti eftir að ákveða nákvæmlega síðar hvernig fyrirkomulag samskipta yrði. Benti hún jafnframt á að hún hefði ekki verið ráðin vegna þess að hún væri heyrnarlaus heldur vegna reynslu sinnar sem skólastjóri. Sagði hún að samskipti yrðu engin hindrun.

Skólaárið í Hlíðaskóla er að hefjast en skólasetning er á mánudaginn og hefðbundið skólastarf hefst á þriðjudag. Tímamótin eru því að bresta á.

DV lék forvitni að vita hvernig ákvörðunarferlið gekk fyrir sig og hvernig Berglind hefði lagt aðra lysthafendur að velli í samkeppninni. Var send fyrirspurn í nokkrum liðum til upplýsingadeildar borgarinnar um ferlið. Kom nokkuð á óvart að í svari borgarinnar er því hafnað að veita upplýsingar um málið aðrar en lista yfir umsækjendur.

Í svari borgarinnar segir að samkvæmt upplýsingalögum sé ekki skylt að veita almenningi upplýsingar sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssamband. Segir að samkvæmt upplýsingalögum taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Er vísað til 7. greinar upplýsingalaga þar sem fjallað er um upplýsingar um málefni starfsmanna. 1. og 2. mgr. ákvæðisins eru svohljóðandi:

„Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. [Þá tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.]

Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:

  1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,
  2. nöfn starfsmanna og starfssvið,
  3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,
  4. launakjör æðstu stjórnenda,
  5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.“

Nöfn umsækjendanna

Féllst því borgin á að veita upplýsingar um nöfn umsækjenda um stöðu skólastjóra Hlíðaskóla og eru umsækjendurnir eftirtaldir:

Aðalheiður Bragadóttir

Aðalsteinn J Magnússon

Anna María K. Þorkelsdóttir

Berglind Stefánsdóttir

Guðlaug Bjarnadóttir

Hannes Birgir Hjálmarsson

Íris Anna Steinarsdóttir

Oddný Ingiríður Yngvadóttir

Soffía Ámundadóttir

Meðal umsækjenda er Aðalheiður Bragadóttir, eins og sést af listanum að ofan, en hún er starfandi aðstoðarskólastjóri Hlíðaskóla.

Auk nafnalistans spurði DV úr í ákvörðunarferlið,  þ.e. hvort aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal, hvenær viðtölum hefði verið lokið, hvenær umsækjendum var tilkynnt um ráðninguna og hvað greindi Berglindi helst frá öðrum umsækjendum sem leiddi til þess að hún fékk stöðuna.

Borgin hafnar að veita svör um þetta en veitti upplýsingar um nöfn umsækjenda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“