fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Icelandair fær ríkisábyrgð eftir erfiðan dag – Hlutabréf í frjálsu falli

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á lánalínu, en viðræður hafa staðið milli Icelandair og stjórnvalda í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Nú hafa stjórnvöld fallist á að veita ábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að 120 milljónum Bandaríkjadala sem nemur um 16,5 milljörðum íslenskra króna.

Ábyrgðin er háð því að samþykki náist milli aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að Icelandair Group nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.

Fyrr í dag var greint frá því að hlutafjárútboði Icelandair hafi verið frestað fram í september og hríðféllu hlutar í félaginu í kauphöllinni í morgun. Fór á tíma hver hlutur undir 1 kr og hefur verð þeirra sjaldan verið jafn lágt. Lækkunin stafar líklega af tilkynningu um að Icelandair Group ætli að selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna á nafnverði á genginu 1 króna á hlut.

Nú þegar stjórnvöld hafa samþykkt lánalínu með ríkisábyrgð mun félagið birta fjárfestakynningu til mögulegra fjárfesta og þátttakenda í hlutafjárútboði með ítarlegum upplýsingum.  Von er á þeirri kynningu á næstu dögum.

Síðustu sex mánuði hefur verið hlutabréfa Icelandair lækkað um tæplega 90 prósent og ljóst að staðan sem félagið horfist í augu við er grafalvarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Í gær

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“