fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Útför Gísla Rúnars verður í beinni sjónvarpsútsendingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 10:02

Gísli Rúnar Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn ástsæli, Gísli Rúnar Jónsson, verður jarðsunginn næstkomandi fimmtudag. Vegna kórónuveirufaraldursins geta aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir en útförin verður sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpi  Símans og henni streymt á netinu. Aðstandendur Gísla Rúnars hafa sent eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins:

„Okkar elskaði Gísli Rúnar Jónson, leikari, leikstjóri, rithöfundur, þýðandi og einstakur  fjölskyldufaðir verður jarðsunginn fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 15:00

Vegna ástandsins í heiminum munu aðeins hans nánustu aðstandendur og vinir geta komið saman í kirkjunni, en útförinni verður sjónvarpað beint í Sjónvarpi Símans og auk þess verður aðgengilegt streymi á netinu.

Allar upplýsingar um streymið má finna á vefsíðunni www.gislirunar.is

Aðstandendur þakka allan kærleika, hlýhug og fallegar kveðjur sem borist hafa á þessum erfiðu tímum.

Fjölskyldan hvetur alla þá sem elskuðu þennan mikla listamann til að eiga fallega stund, kveikja á kertum og vera með  okkur í anda og fylgjast með jarðarförinni á netinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið