fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Segir að svona sé gott að bregðast við þegar að skrúfað verður fyrir heita vatnið

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 15:23

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna var á upplýsingafundi Almannavarna í dag vegna þess að í nótt verður skrúfað fyrir heitt vatn í stórum hluta höfuðborgarsvæðisins. Lokað verður í hluta Hafnafjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og í Norðlingaholti, en umrædd lokun mun standa yfir í ræíflega þrjátíu klukkustundir, frá og með klukkan tvö í nótt.

Ólöf ræddi þessar heita vatns-lokanir og endaði mál sitt á því að gefa góð ráð til þeirra sem munu fyrir þeim finna. Það varðaði til að mynda að hafa glugga og dyr opnar. Þá sagði hún að fólk skyldi ekki vera að eiga við heitavatns krana.

„Svo langar mig að koma með nokkur góð ráð til íbúa á þessum svæðum. Ég hvet fólk til að loka gluggunum í kvöld til að halda hitanum inni í húsunum okkar. Á meðan á þessu stendur skulum við hafa þá lokaða. Höfum útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur. Svo skulum við ekkert vera að eiga við heitavatnskrana hvorki við inntak né kranann okkar. Það getur skapað hættu ef skrúfað er frá heita vatninu og gleymt að skrúfa fyrir aftur. Svo kemur heitavatnið á og þá fer að flæða. Það getur bæði verið brunahætta með mjög heitu vatni eða líka tjón eða hætta á eigum.“

Að lokum benti ólöf á að um veigamikla aðgerð væri að ræða og því gætu einhverjir hnökrar komið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir á Austurvelli – Blóðpollur á afmörkuðu svæði

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir á Austurvelli – Blóðpollur á afmörkuðu svæði
Fréttir
Í gær

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim