fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kringlan tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. ágúst 2020 10:26

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingaherferð Kringlunnar, sem unnin var í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík, hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Brand Impact Awards. Þetta er eina íslenska tilnefningin hjá Brand Impact Award en verðlaunin verða veitt í London 10. september næstkomandi.

Í Fréttatilkynningu frá Kringlunni um málið segir:

„Tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir verðlaununum Brand Impact Award sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og mörkunar (branding). Meðal sigurvegara Brand Impact Awards síðustu ára má nefna BBC, McDonalds, Carlsberg o.fl.

Auglýsingaherferð Kringlunnar hefur vakið mikla athygli fyrir snjalla og nýstárlega útfærslu og sýnir Kringluna sem leiðandi verslunarmiðstöð með óendanlega mikið vöruúrval. Jólaauglýsingar Kringlunnar þóttu t.a.m bera vott um djarfa og frumlega hönnun þar sem helgimyndir mótuðust af jólagjafahugmyndum.

,,Þessi tilnefning er mikill heiður fyrir Kringluna og staðfestir að markaðsstarfið stenst fyllilega samanburð á alþjóðlegum vettvangi. Það er kúnst að koma á fágaðan hátt á framfæri, fjölbreyttu úrvali sem býðst í Kringlunni, en um leið að ramma inn í auglýsingaefni hlýju og ferska strauma sem vekja athygli og gott í hjartað um leið. Það er það sem Kringlan stendur fyrir. Stolt og ánægð bíðum við spennt eftir 10. september og þökkum Kontor fyrir árangusríkt samstarf,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Kringlan og Kontor Reykjavík hafa unnið til verðlauna hérlendis fyrir auglýsingaherferðina. Þar á meðal fékk veggspjald Kringlunnar Lúður, Íslensku auglýsingaverðlaunin 2020 og tvenn FÍT verðlaun, sem eru verðlaun Félag íslenskra teiknara.

,,Það er einstaklega gaman að fá viðurkenningu fyrir svona krefjandi samstarfsverkefni úti í hinum stóra heimi þar sem hörð samkeppni ríkir. Þessi tilnefning segir okkur að faglega stöndum við fyllilega jafnfætis erlendri samkeppni og við erum bara ótrúlega þakklát, glöð og stolt. Samstarfið við Kringlunni hefur verið frábært í alla staði enda framsækið fólk þar í brúnni,“ segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director hjá Kontor Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“