fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Gífurleg fjölgun tilkynntra heimilisofbeldismála

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metfjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi barst lögreglu í maí á þessu ári, en frá árinu 2015 hefur ekki hefur verið tilkynnt um jafn mörg heimilisofbeldismál á landsvísu í maímánuði og í maí 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Heimilisofbeldismál voru 17,6 prósentum fleiri í lok júlí samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Hlutfallið var svo hærra fyrir júní þar sem tilkynntum málum fjölgaði um rúm 20 prósent.

„Fleiri brot hafa átt sér stað í fimm af níu embættum á sama tímabili ársins 2020 heldur en á sama tíma í fyrra. Sú er raunin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglunni á Suðurnesjum og hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi“, segir í tilkynningu. 

Meðalfjöldi brota á viku árið 2020 eru 19,6 brot samanborið við 16,7 brot í fyrra.

Ekki er víst þó hvort að um fjölgun brota sé að ræða eða hvort að fleiri tilkynni í dag brotin til lögreglu.

„Mjög mikilvægt er að fylgjast með þessari þróun. Þegar meta á hvort um raunbreytingar á fjölda brota hafa verið að ræða eða ekki, þarf að skoða reynslu almennings af brotum samhliða. Slíkt er gert til dæmis með þolendakönnunum sem lögregla gerir árlega í upphafi árs þar sem spurt er um reynslu frá fyrra ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið