fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Gífurleg fjölgun tilkynntra heimilisofbeldismála

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metfjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi barst lögreglu í maí á þessu ári, en frá árinu 2015 hefur ekki hefur verið tilkynnt um jafn mörg heimilisofbeldismál á landsvísu í maímánuði og í maí 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Heimilisofbeldismál voru 17,6 prósentum fleiri í lok júlí samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Hlutfallið var svo hærra fyrir júní þar sem tilkynntum málum fjölgaði um rúm 20 prósent.

„Fleiri brot hafa átt sér stað í fimm af níu embættum á sama tímabili ársins 2020 heldur en á sama tíma í fyrra. Sú er raunin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglunni á Suðurnesjum og hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi“, segir í tilkynningu. 

Meðalfjöldi brota á viku árið 2020 eru 19,6 brot samanborið við 16,7 brot í fyrra.

Ekki er víst þó hvort að um fjölgun brota sé að ræða eða hvort að fleiri tilkynni í dag brotin til lögreglu.

„Mjög mikilvægt er að fylgjast með þessari þróun. Þegar meta á hvort um raunbreytingar á fjölda brota hafa verið að ræða eða ekki, þarf að skoða reynslu almennings af brotum samhliða. Slíkt er gert til dæmis með þolendakönnunum sem lögregla gerir árlega í upphafi árs þar sem spurt er um reynslu frá fyrra ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“