fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Friðrik skrifar Höllu opið bréf – Biður hana að fylgjast með þessu vandamáli í Kópavogi

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 19:20

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Sigurðsson, formaður Viðreisnar í Kópavogi, skrifaði opið bréf til Höllu Bergþóru, lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu, en bréf hans birtist á Vísi.

Í bréfi sínu lýsir Friðrik áhyggjum sínum yfir ungum ökumönnum á skellinöðrum og rafmagnsvespum í efri byggðum Kópavogs. Hann segir að þessir ungu ökumenn ofmeti gjarnan eigin getu sem skapi hættu.

Fyrr í sumar greindi DV frá því að íbúar Kópavogs væru skelkaðir vegna ofsaakstri ungmenna í bænum.

Friðrik biður Höllu um fá einhverja lögreglumenn í verkið, til að leiðbeina krökkunum og vakta svæðið. Hann segir að það væri ánægjulegt fyrir bæjarbúa Kópavogs að hafa lögregluna á svæðinu, auk þess sem það orðið til þess að „rán og rupl“ myndi minnka.

Bréf Friðriks má lesa hér að neðan:

Sæl Halla Bergþóra, velkomin sértu til starfa sem lögreglustjóri hjá okkur á Höfuðborgarsvæðinu. Mig langaði til að senda þér smá línu, héðan úr efri byggðum Kópavogs, hvar búa og starfa hátt í 10 þúsund manns. Við sem hér búum höfum af því talsverðar áhyggjur hvernig umferðarmálum háttar, þá sérstaklega höfum við áhyggjur af umferð á skellinöðrum og rafmagnsvespum, sem stýrt er af nýjustu ökumönnunum í hverfinu. Í mörgum tilfellum virðast þeir ofmeta eigin reynslu og akstursgetu og vanmeta eigin hraða, bæði á götum og göngustígum. Ég velti því upp hvort þú gætir ekki sett nokkurn hóp af þínu fólki í það að leiðbeina þessum ágætu ungu ökumönnum hvernig best er að bera sig að við meðhöndlun á þessum tækjum. Jafnvel bara að vera meira sýnileg á svæðinu gæti hjálpað til. Mín reynsla er sú að þegar skólar hefjast í ágúst er mest um að vera og áhættan því meiri á þeim tíma.

Ég hef trú á því að ef þitt fólk væri enn sýnilegra í efri byggðum gæti það einnig haft áhrif á rán og rupl á svæðinu, fyrir utan hvað það væri ánægjulegt fyrir okkur íbúana að hafa ykkur í hverfinu.

Þú skoðar þetta nú endilega fyrir okkur. Vertu svo hjartanlega velkomin í efri byggðir Kópavogs við fyrsta tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“
Fréttir
Í gær

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“